Bell Add bætiefni í eldsneyti
Bell Add eldsneytisbætiefnin eru fáanleg fyrir bæði bensín og dísel eldsneyti. Þau eru til þess fallin að bæta eiginleika eldsneytis m.a. hækkar oktantala bensíns og zetan tala dísils hækkar einnig. Bætiefnin hafa hreinsandi eiginleika fyrir spíssa, brunahólf vélar, súrefnisskynjara, hvarfakút og sótsíu og getur lagað gangtruflanir.
Bell Add eldsneytisbætiefnin eru einföld í notkun og fást í þremur gerðum:
- Almennt bensín bætiefni
- Almennt dísil bætiefni
- City dísil bætiefni (ætlað bílum með sótsíum sem keyra mest í borgarakstri)
Bell Add virkar fyrir allar gerðir véla t.d. bílvélar, vinnuvélar, vélar í vörubíla, dráttarvélar, golfbíla garðslátturvélar og báta- og skipavélar og reyndar allar vélar sem ganga fyrir bensín eða dísil.
Þrjár góðar ástæður til að láta hreinsa vél bílsins með Bell Add
Hagkvæmni
- Minni varahlutanotkun
- Minni eldsneytiseyðsla
- Lengri ending vélar
Akstursánægja
- Þýðari vélargangur
- Meira vélarafl og betri hröðun
- Öruggari gangsetning - allt árið
Umhverfi
- Minni mengun, hreinni útblástur
- Betri eldsneytisbruni
- Uppfyllir umhverfiskröfur
Bell Add eldsneytisbætiefnin skapa meiri akstusánægju, minni eldsneytiseyðslu og betra umhverfi
- Þú finnur strax að hrein vélar er sparneytnari og öflugri
- Gangsetning verður öruggari - jafnvel á köldum vetrarmorgnum - og getur lagað gangtruflanir
- Meira afl þegar á þarf að halda - t.d. við framúrakstur
- Meira vélarafl þegar sót og óhreinindi hefta ekki lengur hreinan bruna og þar með fæst betri eldsneytisnýting
- Umhverfisáhrif verða minni því hrein vél mengar minna