Framrúðutrygging
Bílrúðutrygging eða framrúðutrygging
Framrúðutrygging eða það sem nú er kallað bílrúðutrygging er ekki skyldutrygging heldur val en sökum íslenskrar veðráttu og aðstæðna á íslenskum vegum velja langflestir bíleigendur að tryggja framrúðuna og aðrar bílrúður, eins og hliðarrúður og afturrúður, sérstaklega. Framrúður og aðrar rúður bílsins geta hæglega brotnað og það getur kostað mikið að skipta um eina rúðu, hvað þá fleiri. Framrúðutrygging eða bílrúðutrygging er því góður kostur og bætir skemmdir á framrúðu bílsins og öllum öðrum bílrúðum. Innifalið í bílrúðutryggingu er því ný bílrúða og ísetning en bíleigandinn greiðir sjálfsábyrgð.
Kynntu þér þjónustu Vélalands við framrúðuskipti og bílrúðuskipti
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
SENDA FYRIRSPURN Á JAFNASEL 6 |
|
Bætir bílrúðutrygging framrúðuviðgerð?
Sé framrúðan ekki mikið skemmd er stundum hægt að gera við hana og starfsmenn Vélalands geta metið það með þér hvort raunhæft sé að gera við eða hvort skipta þarf um bílrúðuna. Sé hægt að gera við framrúðuna þá bætir framrúðutrygging viðgerðarkostnað við framrúðuna og þá greiðir bíleigandinn ekkert þ.e. eigináhætta fellur niður.
Kynntu þér þjónustu Vélalands við framrúðuviðgerðir
Til að auka enn frekar þjónustu við bíleigendur þá sjá starfsmenn Vélalands alfarið um samskipti við tryggingarfélög vegna framrúðutrygginga.
Hvaða tryggingarfélög bjóða bílrúðutryggingar?
Flest tryggingarfélög bjóða upp á bílrúðutryggingar þar sem allar rúður bílsins eru tryggðar þ.e. framrúða, hliðarrúður og afturrúða. Ef þú ert ótryggður þá mælum við hjá Vélalandi með því að þú kynnir þér bílrúðutryggingu Sjóvá eða bílrúðutryggingu VÍS eða bílrúðutryggingu TM. Vélaland er með samning við tryggingafélögin vegna rúðuskipta og rúðuviðgerða.