BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
Tímareim og tímareimaskipti
Hvenær þarf að skipta um tímareim?
Tímareim og tímareimaskipti í bílum eru mikilvæg enda getur farið illa ef skipti á tímareim er trassað. Skipta þarf um tímareim í öllum bílum sem þannig eru útbúnir skv. reglum framleiðanda bílsins. Það er misjafnt eftir bíltegundum og bílgerðum og jafnvel misjafnt eftir vélargerðum hvenær skipta þarf um tímareim. Venjulega er miðað bæði við notkun bílsins eða aldur hans og þarf að skipta um tímareim eftir því hvort kemur fyrr. Viðmið framleiðanda er hámarksviðmið en Vélaland mælir með að skipta heldur fyrr til öryggis.
Hvað gerist ef tímareim fer?
Fari tímareim í bíl á ferð getur orðið mikið tjón á vélinni. Ventlar geta bognað eða brotnað og stimplar og stimpilstangir geta skemmst. Viðgerðakostnaður getur numið hundruðum þúsunda eftir því hversu illa fer. Því er mikilvægt að kanna hvenær skipta á um tímareim og býður Vélaland bílaverkstæði þá þjónustu að kanna hvenær skipta á um tímareim í þínum bíl.
Þarf að skipta um vatnsdælu líka?
Við tímareimaskipti þá er skipt um strekkjara og strekkjarahjól skv ferli framleiðenda og einnig er mælt með að skipta um vatnsdælu og ef í ljós kemur að skipta þarf um þá hluti þá höfum við samband við bíleigandann og upplýsum um áætlaðan kostnað áður en haldið er áfram með verkefnið. Það kemur í veg fyrir tvíverknað og sparar því fjármuni að skipta um vatnsdælu um leið og skipt er um tímareim og því getur það verið góður kostur.
Vélaland bílaverkstæði skiptir líka um tímakeðjur í bílum sem ekki eru með tímareimar.
Fast verð tilboð í tímareimar og tímareimaskipti
Vélaland bílaverkstæði býður fast verð í tímareimaskipti og tímareimar eftir bíltegund og gerð og innfelur tilboðið alla vinnu og efni við viðgerðina. Mun ódýrara er að skipta á réttum tíma um tímareim en að trassa tímareimaskipti og sitja uppi með stórtjón. Þú færð tímareimaskipti á hagstæðu verði hjá Vélalandi og við útvegum viðeigandi varahluti m.a. tímareimar eða tímareimasett á hagstæðu verði líka. Við metum hvort skipta þurfi um vatnsdælu þegar við framkvæmum tímareimaskipti en við mælum sterklega með því og látum þig vita hver kostnaðurinn verður áður en við hefjumst handa.
Ráðgjöf um tímareima- og tímakeðjuskipti
Ef þú ert óviss um hvenær þú átt að skipta um tímareim eða tímakeðju í bílnum þínum þá skaltu hafa strax samband við þjónustufulltrúa Vélalands og við könnum fyrir þig hvenær ráðlegt er að skipta um.
Ábyrgð á tímareimaskiptum
Vélaland tryggir lögbundna ábyrgð skv. þjónustukaupalögum á tímareimaskiptum og tímareimum og ferli okkar gera ráð fyrir rekjanleika allra verkefna. Ef þú vilt hrósa okkur fyrir vel unnið verk, koma með ábendingu eða ert ósátt(ur) við bílaviðgerð hjá Vélalandi þá tryggjum við auðveldan og hraðan farveg með því að smella á hrós/ábending/kvörtun.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
SENDA FYRIRSPURN Á JAFNASEL 6 |
SENDA FYRIRSPURN Á DALSHRAUN 5 |