Spyrnur og spyrnufóðringar
Spyrnur geta skemmst við undirvagnstjón, slitna við notkun bílsins og einnig slitna svokallaðar spyrnufóðringar við notkun. Reynslumiklir starfsmenn Vélalands hafa langa reynslu af viðgerðum á stýrisbúnaði bíla og eru snöggir að skipta um spyrnu eða spyrnufóðringar í bílnum og gefa fast verð í skipti á spyrnum og spyrnufóðringum. Komi í ljós að gera þurfi við meira en bara spyrnur og spyrnufóðringar þá er ekki hafist handa við viðbótarverk nema kostnaðaráætlun liggi fyrir og viðskiptavinur hafi samþykkt áframhald.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
SENDA FYRIRSPURN Á JAFNASEL 6 |
SENDA FYRIRSPURN Á DALSHRAUN 5 |
Ábyrgð á spyrnum og spyrnufóðringum
Vélaland veitir lögbundna ábyrgð á vinnu og varahlutum vegna spyrna og spyrnufóðringa og öll vinna er skráð til að tryggja rekjanleika. Ef þú vilt hrósa okkur fyrir vel unnið verk, koma með ábendingu eða ert ósátt(ur) við bílaviðgerð hjá Vélalandi þá tryggjum við auðveldan og hraðan farveg með því að smella á hrós/ábending/kvörtun.