Framrúðuskipti og framrúður
Framrúður eru hluti af burðarvirki og þar með öryggisbúnaði bílsins og þurfa að vera heilar svo útsýni ökumanns sé óskert. Fagmenn Vélalands bílaverkstæðis hafa langa reynslu við framrúðuskipti. Vélaland tryggir að aðeins gæða bílrúður séu notaðar við bílrúðuskipti. Þegar skipt hefur verið um bílrúðu athuga fagmenn Vélalands þurrkublöðin til að tryggja að þau séu ekki ónýt og skemmi strax nýju rúðuna. Þurfi að skipta um þurrkublöð eða komi í ljós að bíllinn þurfi á meiri viðgerð að halda en framrúðuskipti þá er ávallt haft samband við viðskiptavin með kostnaðaráætlun áður en hafist er handa við viðbótarverk.
Áralöng reynsla af framrúðuskiptum
Vélaland skiptir líka um aðrar bílrúður en framrúður t.d. hliðarrúður og afturrúður. Framrúðuviðgerðir eru líka í boði hjá Vélalandi bílaverkstæði. Starfsmenn Vélalands eru hafa áralanga reynslu við framrúðuskipti og framrúðuviðgerðir og sem dæmi má nefna að Vélaland sér alfarið um framrúðuskipti fyrir eina stærstu bílaleigu landsins Dollar Thrifty Car Rental sem á og rekur bílaflota sem telur yfir 500 bíla.
Framrúðuskipti við tjón
Við skiptum um framrúður skv. ferli framleiðanda bílsins í samvinnu við Sjóvá, TM, VÍS, Verna og Vörð. Vinsamlega tilkynntu tjónið til þíns tryggingafélags áður en komið er með ökutækið í viðgerð. Bókaðu tíma á vefnum. Athugið að tími er pöntunartími en ekki verktími.
Vélaland veitir lögbundna ábyrgð á framrúðum og framrúðuskiptum og leggur sig fram um að skrá allt viðgerðarferlið til að hægt sé að rekja verkferlið síðar meir. Ef þú vilt hrósa okkur fyrir vel unnið verk, koma með ábendingu eða ert ósátt(ur) við bílaviðgerð hjá Vélalandi þá tryggjum við auðveldan og hraðan farveg með því að smella á hrós/ábending/kvörtun.