Bílavarahlutir
Vélaland útvegar bílavarahluti á góðu verði í allar bílaviðgerðir samhliða verkum sem það hefur tekið að sér og tryggir bestu möguleg gæði og ábyrgð bílavarahluta.
Panta varahluti í aðrar bíltegundir
Við útvegum varahluti fyrir allar aðrar bíltegundir annað hvort með safnsendingu eða hraðsendingu. Sendu okkur fyrirspurn um varahluti í þinn bíl. Gefðu okkur upp hvaða varahluti þú þarft, bíltegund, bílgerð og bílnúmer ásamt nafni, síma, hvort þú vilt sækja þá til okkar eða fá senda og hvernig þú vilt greiða ásamt kennitölu. Við finnum þá varahlutina, verð og áætlaðan komutíma og svörum um hæl.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
SENDA FYRIRSPURN Á JAFNASEL 6 |
SENDA FYRIRSPURN Á DALSHRAUN 5 |
Ábyrgð á bílavarahlutum
Vélaland veitir lögbundna ábyrgð á bílavarahlutum sem verkstæðið útvegar sjálft til verksins og tryggir ávallt rekjanleika allra verkefna. Ef bíleigandi kemur með varahluti sjálfur ber hann ábyrgðina á gæðum varahlutanna. Ef þú vilt hrósa okkur fyrir vel unnið verk, koma með ábendingu eða ert ósátt(ur) við bílaviðgerð hjá Vélalandi þá tryggjum við auðveldan og hraðan farveg með því að smella á hrós/ábending/kvörtun.