Hjólalegur
Hjólalegur bíla geta farið með litlum sem engum fyrirvara. Fagmenn Vélalands bílaverkstæðis eru reynsluboltar sem snöggir eru að greina ef skipta þarf um hjólalegu í bílnum og gefa fast verð í hjólaleguskipti. Komi í ljós að gera þurfi við meira en bara hjólalegu þá er ávallt haft samband við viðskiptavin með kostnaðaráætlun áður en hafist er handa við viðbótarverk.
Fast verð og tilboð í hjólalegur og hjólaleguskipti
Við bjóðum hjólalegur og hjólaleguskipti á föstu verði.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
SENDA FYRIRSPURN Á JAFNASEL 6 |
SENDA FYRIRSPURN Á DALSHRAUN 5 |
Ábyrgð á hjólalegum og hjólaleguskiptum
Vélaland veitir lögbundna ábyrgð á hjólalegum og hjólaleguskiptum og skráir alla framvindu verksins svo hægt sé að rekja það ef eitthvað fer úrskeiðis. Ef þú vilt hrósa okkur fyrir vel unnið verk, koma með ábendingu eða ert ósátt(ur) við bílaviðgerð hjá Vélalandi þá tryggjum við auðveldan og hraðan farveg með því að smella á hrós/ábending/kvörtun.